Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Reglur Dalabyggðar um greiðslu kostnaðar

við sjálfboðavinnuverkefni


 

1. gr.

Sveitarstjórn ákveður í fjárhagsáætlun hvers árs framlag til sjálfboðavinnuverkefna.  Auglýst er eftir umsóknum um framlög til verkefna í maí mánuði ár hvert.

2. gr.

Heimilt er að veita framlög til efniskaupa og vélavinnu.

 

Sækja skal um framlag til sjálfboðavinnuverkefna á eyðublöðum sem eru aðgengileg á vef Dalabyggðar og á skrifstofu.

 

Byggðarráð afgreiðir umsóknir.

 

Forsvarsmaður verkefnis skal hafa samráð við verkstjóra Dalabyggðar um framkvæmd verkefnisins. 

3. gr.

Skilyrði fyrir framlögum

Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru:

· Umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð.

· Umsækjandi sé ekki í vanskilum við Dalabyggð.

· Umsókn fylgi lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun.

4. gr.

Skilyrði fyrir greiðslum.

· Verkefnið sé unnið í samræmi við umsókn.

· Greiðslur verða aldrei hærri en framlögð áætlun.

· Greiðslur renna að jafnaði ekki til þess aðila sem að framkvæmdinni stendur heldur til þeirra aðila sem  gefa út reikninga vegna vöru- eða þjónustukaupa.

· Reikningar skulu samþykktir af forsvarsmanni verkefnis áður en þeir berast sveitarfélaginu. 

 

Staðfest af sveitarstjórn Dalabyggðar þann 2. maí 2012.

 

Umsóknareyðublöð