Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Verklagsreglur um starfsemi leikskóla Auðarskóla


 

1. Skilyrði fyrir leikskóladvöl barns er að fjölskylda þess eigi lögheimili í Dalabyggð, skv. þjóðskrá. Foreldrar leikskólabarna sem hyggjast flytja í Dalabyggð geta sótt um leikskóladvöl en þau fá ekki inngöngu fyrr en lögheimli hefur verið flutt.

 

2. Leikskólinn er ætlaður börnum frá 12 mánaða aldri. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á vefsvæði skólans, í leikskólanum eða hjá ritara skólans. Ef ekki eru laus pláss í leikskólanum fer umsókn á biðlista. Úr biðlistum er unnið samkvæmt grein 6.

 

3. Lágmarksvistun eru fjórir tímar á dag og þá minnst tvo daga vikunnar. Við vistun á 12 mánaða börnum er ráðlagt að vistun sé minnst fjóra samfelda daga í viku. Klukkan 9.00 hefst dagskrá á leikskólanum og ekki gott að nemendur komi seinna en það í vistun.


Ekki er hægt að skrá vistun á hálfum tímum né korterum nema á náðarkorterum, sem hægt er að kaupa í upphafi og við lok vinnudags.

 

Foreldrar 12 mánaða gamalla barna þurfa að útvega vagna/kerrur til að koma á móts við svefnvenjur þeirra úti. Leikskólinn geymir vagna/kerrur yfir nótt/helgi sé þess óskað.

 

Komutímar:

kl.

08.00

09.00

 

13.00

 

 

 

 

Brottfarartímar:

kl.

 

 

12.00

13.00

14.00

15.00

16.00

17.00

Náðarkorter:

kl.

07.45

08.45

 

 

 

 

16.15

17.15

Matmálstímar eru eftirfarandi:

Morgunmatur:

kl.

08.10

-

08:50

 

 

 

 

 

Hádegismatur:

kl.

11:30

-

12:00

 

 

 

 

 

Síðdegiskaffi:

kl.

15:00

 

 

 

 

 

 

 

 

4. Þar sem foreldrar, sem nýta sér skólaakstur, geta ekki haft áhrif á komu eða brottfarartíma skólabíla er vistunartími leikskólabarna í skólaakstri reiknaður á eftirfarandi hátt

 

mán. - fim.

kl. 8.00 – 15.00

7 stundir

föstudagar

kl. 8.00 – 12.00

4 stundir

 

5. Forgangshópar (í fyrsta forgangi er börn í hópi A , svo B og svo koll af kolli) eru:

A. Börn sem búa við fötlun, misþroska, ofvirkni eða vegna félagslegra aðstæðna, sem er talið nauðsynlegt að mati félagsþjónustu að fái leikskólavist.

B. Börn einstæðra foreldra.

C. Börn á síðasta ári leikskólans (5 ára börn).

D. Börn starfsmanna leikskólans.

E. Börn sérmenntaðra starfsmanna, sem byggðaráð metur að ráðning sé háð leikskólavistun og varði hagsmuni sveitarfélagsins.

 

6. Þau börn sem fara á forgangslista fara fram fyrir önnur börn á biðlistanum. Við forgang er eins og önnur vistun háð því að laust plás sé fyrir hendi. Koma þarf beiðni um forgang frá foreldrum annars fer barn ekki sjálfkrafa í forgang.

 

Við úrvinnslu á biðlistum skal viðhafa eftirfarandi vinnubrögð:

- Börn í forgangi ganga fyrir öðrum börnum.       

- Því eldra sem barnið er því meiri forgang hefur það. Tólf mánaða gömul börn hafa því minnstan forgang.

- Ef velja þarf milli barna á sama ári ræður kennitala þannig að elsta barnið gengur fyrir.

- Ef sótt er um fyrir barn sem er að flytja í Sveitarfélagið Dalabyggð fer það aftast í biðröð, nema það sé í forgangshópum.

 

7. Einstæðir foreldrar greiða lægra gjald á leikskóla, svo og ef foreldrar eru í fullu námi, sjá gjaldskrá leikskólans. Skilyrði fyrir niðurgreiðslu er að einstæðir foreldrar framvísi á hverju ári vottorði frá sýslumanni eða Tryggingarstofnun ríkisins. Eins er með foreldra í námi, þeir verða að framvísa innritunarvottorði /námsvottorði frá skóla í upphafi hverrar annar. Hefji einstætt foreldri sambúð, skal það greiða hærra gjald ,strax og sambúð hefst. Slíti foreldrar sambúð, skal leggia fram vottorð frá sýslumanni og kemur þá til lækkunar á gjaldi.

 

8. Ef barn er veikt í 2 vikur samfellt, endurgreiðist 1 vika. Ef barn er veikt, umfram 2 vikur samfellt, endurgreiðist gjald umfram 1 viku. Með beiðni um endurgreiðslu ber að framvísa læknisvottorði.


Fari leikskólabarn í frí á vistunartíma, t.d. vegna ferðalaga, greiðast leikólagjöld engu að síður enda ljóst að barnið verður í vistun að leyfistíma liðnum. Fæði er ekki innheimt í leyfum. Vistunarpláss haldast fram yfir sumarleyfi, nema forráðamaður segi því upp.

 

9. Séu vistgjöld ógreidd í þrjá mánuði er barni sjálfkrafa sagt upp leikskóladvöl.

 

10.  Sækja þarf um skrifleqa ef breyta á vistunartima barns fyrir 20. hvers mánaðar. Breyting   á vistun tekur gildi 1. næsta mánaðar. Að öðrum kosti greiðist næsti mánuður eins.


Stjórnendur leikskólans fara yfir umsóknina og samþykkja eða hafna henni eftir aðstæðum. Ekki er víst að hægt verði að koma til móts við allar óskir strax.

 

11. Tilkynna skal skriflega fyrir 20. hvers mánaðar ef sagt er upp leikskóladvöl fyrir barn frá og með 1. næsta mánaðar.

 

Samþykkt á fundi fræðslunefndar 6. október 2011

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar 15. nóvember 2011

Breytingar samþykktar á fundi sveitarstjórnar 15. september 2015