Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Fræðslunefnd, fundur nr. 94

Dags. 4.12.2019

94. fundur Fræðslunefndar Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 4. desember 2019 og hófst hann kl. 10:00


Fundinn sátu:
Sigríður Huld Skúladóttir, Jón Egill Jóhannsson, Ingibjörg Anna Björnsdóttir, Guðrún B. Blöndal, Sindri Geir Sigurðarson og Hlöðver Ingi Gunnarsson.

 

Fundargerð ritaði:  Ingibjörg Anna Björnsdóttir,

 

Dagskrá:

 

1. Skólastefna Dalabyggðar - 1809023

Kynning á drögum um skólastefnu Dalabyggðar

 

Fræðslunefnd samþykkir skólastefnu 2019-2022 og leggur hana fyrir sveitarstjórn.

 

Samþykkt samhljóða

 

2. Starfsáætlun Auðarskóla 2019-20 - 1911026

Kynning á starfsáætlun Auðarskóla vegna starfsársins 2019-20

 

Uppfæra þyrfti starfsmanna- og skólaakstursstefnur Dalabyggðar.

 

Samþykkt samhljóða

 

3. Fjárhagsáætlun 2020-2023 - 1903025

Kynning og umræður um gjaldskrárbreytingar

 

Gert er ráð fyrir 2,5% hækkun á gjaldskrá, einnig kemur nýr liður þar sem fram kemur gjald fyrir Tröppu.

 

Samþykkt samhljóða

 

4. Samgöngumál - 1810014

Kynning á drögum að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024

 

Fræðslunefnd Dalabyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af vegamálum í sveitarfélaginu og krefst þess eindregið að stjórnvöld leggi mun meiri áherslu á endurbætur vegakerfisins í Dalabyggð með öryggi skólabarna að leiðarljósi.

Það er mikil áhersla lögð á markmið um öryggi í samgönguáætlun, að það verði m.a. unnið að styttingu ferðatíma, innan vinnu- og skólasóknarsvæða og að framkvæmdir eigi að taka mið af því. Þrátt fyrir það er hlutur Dalabyggðar ekki mikill í samgönguáætlun og seint farið í þau verkefni. Í Dalabyggð er tíðni umferðarslysa hvað mest af sveitarfélögum á Vesturlandi og þar er eitt hættulegasta vegakerfið á landinu, auk þess sem fá sveitarfélög eru með jafn lágt hlutfall bundins slitlags.

 

Vegakerfið í Dalabyggð hefur fengið litla athygli stjórnvalda undanfarin ár enda eru vegir í Dalabyggð illa farnir malarvegir að stærstum hluta, með litla þjónustu, slys eru tíð og einbreiðar brýr eru mjög margar, sumar hverjar staðsettar í blindhæðum eða blindbeygjum. Um þessa vegi fara skólabörnin hvern skóladag en meirihluti skólabarna Auðarskóla í Búðardal koma úr sveitunum. Það er því ljóst að hvað öryggi varðar þá er ástand vegakerfisins í Dalabyggð algjörlega ólíðandi og ekki í takti við markmið samgönguáætlunar um öryggi.

 

Fræðslunefnd bendir einnig á að vegurinn um Skógarströnd er mikilvæg hringtenging við Snæfellsnesið og myndu endurbætur á honum ýta undir möguleika á frekara samstarfi við sveitarfélögin og íþróttafélögin þar, sem gæti opnað meiri möguleika í skóla- og tómstundastarfi í Dalabyggð.

 

Samþykkt samhljóða

 


5. Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskólum - 1911016

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur unnið meðfylgjandi leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskóla. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Samband íslenskra sveitarfélaga að leiðbeiningarnar verði kynntar sveitarfélögum.

 

Leiðbeiningarnar fylgja hér með og verða sendar öllum framkvæmdastjórum sveitarfélaga, fræðslunefndum, fræðslustjórum og skólaskrifstofum.

 

Fræðslunefnd hefur farið yfir leiðbeiningarnar og vill koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri:

 

Afar óeðlilegt er að það sé gerð krafa um aukin ökuréttindi þegar samið er við foreldri um akstur eigin barna. Hins vegar væri ekki hægt að gera athugasemdir við þá kröfu ef viðkomandi foreldri væri að keyra önnur börn en sín eigin.
Hæfniskröfurnar eru allt of takmarkaðar við ökuréttindi. T.d. þyrfti að vera skýrara að starfsmenn við skólaakstur þurfi að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfsfólks í skóla almennt enda hefst skóladagurinn um leið og barnið er komið í skólabílinn.


Samþykkt samhljóða

 

6. Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð - 1911028

Kynntar nokkrar tillögur um íþróttamannvirki

 

Fræðslunefnd aðhyllist tillögu B þar sem hægt er að hafa einn aðalinngang í allar byggingar skólasvæðisins. Sú hugmynd hefði líklega möguleika á samnýtingu á starfsfólki.

 

Samþykkt samhljóða

 

7. Farsímanotkun nemenda á skólatíma - 1901032

Tilraunaverkefni

 

Snjalltækjanotkun nemenda Auðarskóla verður bönnuð frá 1.janúar fram til maíloka. Fræðslunefnd gefur grunnskólanum leyfi til að fullmóta þetta verkefni.

 

Samþykkt samhljóða

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40

 

 Til baka