Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 236

Dags. 11.11.2019

236. fundur Byggðarráðs Dalabyggðar haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 11. nóvember 2019 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður, Sigríður Huld Skúladóttir varaformaður, Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður og Kristján Sturluson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Kristján Sturluson, sveitarstjóri

 

Lagt til að mál 1911007 - Málshöfðun vegna Lauga verði bætt á dagskrá fundarins og verði dagskrárliður nr. 14.


Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1. Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki V (Silfurtún, Vínlandssetur og HeV) - 1910036

Haraldur Reynisson endurskoðandi sveitarfélagsins og Ragnheiður Pálsdóttir og Einar Jón Geirsson fulltrúar í stjórn Silfurtúns mæta á fundinn.

 

Haraldur fór yfir áhrif þess að færa niður skuld Silfurtúns við Aðalsjóðs. A hluti verður með halla á árinu 2019 en samstæðan (A B) kemur út á núlli.

 

Viðauki V:
Allt að 300 m.kr. framlag Aðalsjóðs til Silfurtúns.
Fjárfesting vegna Vínlandsseturs lækkar úr 110 m.kr. í 70 m.kr.
Framlag til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands hækkar um 408 þús.kr., á móti er lækkun á 04.


Samþykkt samhljóða að leggja viðauka fyrir sveitarstjórn.

 

 

2. Fjárhagsáætlun HeV 2020 - 1910032

Frárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands lögð fram.

 

Byggðarráð gerir athugasemd við hversu seint fjárhagsáætlun HeV berst til sveitarfélaganna. Fjárhagsáætlun sveitarfélaga skal skv. sveitarfélagalögum leggja fram ekki síðar en 1. nóvember. Fjárhagsáætlun HeV berst eftir þennan tíma og að auki er um að ræða talsverða hækkun milli ára.

 
Samþykkt samhljóða.

 

3. Fjárhagsáætlun HeV 2019 - 1810032

Beiðni um viðbótarframlag til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna 2019.

Sjá dagskrárlið 1 þar sem gerð er tillaga að viðauka til að mæta umbeðnu viðbótarframlagi.


Byggðarráð gerir athugasemd við hversu seint þessi ósk um viðbótarframlag berst en ljóst er af skýringum sem henni fylgja að þessi viðbótarkostnaður hefur legið fyrir frá því í sumar.


Samþykkt samhljóða.

 

4. Fjárhagsáætlun 2020-2023 - 1903025

Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatts verði óbreytt milli áranna 2019 og 2020. Viðmiðunartekjur vegna afsláttar aldraðra og lífeyrisþega vegna fasteignaskatts hækki sem nemur breytingu á launavísitölu milli áranna 2017 og 2018.


Samþykkt samhljóða.

 

5. Opnunartími Sælingsdalslaugar - 1910016

Tillaga um að gerð verði tilraun með laugardagsopnun í nóvember.

 

Samþykkt að leggja til opnun kl. 10 til 14 laugardagana 16. og 30. nóvember, að höfðu samráði við umsjónarmann Sælingsdalslaugar.

 

6. Valshamar, fasteignagjöld - 1910027

Erindi um endurgreiðslu á fasteignaskatti.

 

Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

 

7. Umsókn um lóð, Bakkahvammur 8, a-e - 1911003

Hrafnshóll ehf. sækir um lóðina

 

Samþykkt samhljóða að úthluta lóðinni Bakkahvammi 8, a-e, til Hrafnhóls ehf.

 

8. Umsögn um tækifærisleyfi, Dalabúð 30. nóvember 2019. - 1901002

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn Dalabyggðar um tækifærisleeyfi til áfengisveitinga vegan jólahlaðborðs sem halda á í Dalabúð 30. nóvember næstkomandi.

 

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfisins.

 
Samþykkt samhljóða.

 

9. Vínlandssetur - 1807013

Farið yfir stöðu verkefnisins s.s. framkvæmdir, fjármögnun og auglýsingu eftir rekstraraðila.

 

Framkvæmdir ganga vel og stefna er enn á opnun sumardaginn fyrsta 2020.

 

Ekki er búið að semja við rekstraraðila. Samþykkt samhljóða að auglýsa aftur eftir rekstraraðila með styttri auglýsingu.

 

10. Trúnaðarbók byggðaráðs - 1901024

Fært í trúnaðarbók byggðarráðs vegna persónuverndar.


Magnús Pálmi Skúlason lögmaður var í síma á fundinum.

 

11. Mál frá Alþingi til umsagnar - 2019 - 1901005

Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 328. mál.


Frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.

 

12. Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar - 1911006

Undurrituð yfirlýsing lögð fram.

 

13. Sameiningar sveitarfélaga - 1910025

Erindi frá Capacent þar sem fyrirtækið er að kynna þjónustu sína í tengslum við sameiningu sveitarfélaga.

 

14. Málshöfðun vegna Lauga. - 1911007

Arnarlón ehf. hefur höfðað mál gegn Dalabyggð í tengslum við sölu Lauga. Var lagt fram í Héraðsdómi Vesturlands í byrjun september og greinargerð lögð fram í byrjun nóvember.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 Til baka