Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Byggðarráð, fundur nr. 191

Dags. 25.7.2017

191. fundur byggðarráðs haldinn  í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 25. júlí 2017 og hófst hann kl. 16:00


Fundinn sátu:
Eyþór Jón Gíslason formaður, Ingveldur Guðmundsdóttir, Sigurður Bjarni Gilbertsson og Sveinn Pálsson sveitarstjóri.


Fundargerð ritaði:  Sveinn Pálsson,

 

Dagskrá:

 

1. Rekstur 2017 - 1704020

Sveitarstjóri leggur fram yfirlit yfir rekstur sveitarsjóðs fyrstu 6 mánaða ársins.

 

Rekstur málaflokka er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun árins.
Umræðu verður fram haldið á næsta fundi.

 

2. Framkvæmdir 2017 - 1703009

Fráveita - Útrásir
Ný kostnaðaráætlun Verkís gerir ráð fyrir að framkvæmdakostnaður vegna 1. áfanga sé 10 - 15 millj. kr. hærri en áður var gert ráð fyrir, að mestu vegna grjótvarnar yfir útrás.

 

Umferðaröryggisáætlun - Vesturbraut
Vegagerðin hyggst koma upp bæjarhliðum beggja vegna Búðardals í samræmi við Umferðaröryggisáætlun frá árinu 2014 auk þess að malbika Vesturbraut frá Brekkuhvammi að Sunnubraut.

 

Byggðarráð samþykkir að halda áfram undirbúningi útboðs vegna fráveitu en hvetur til að þörf fyrir grjótvörn verði endurmetin í samráði við siglingasvið Vegagerðarinnar.

 

Byggðarráð skorar á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beita sér fyrir því að ríkið auki stuðning við fráveituframkvæmdir sveitarfélaga til samræmis við það sem áður var t.d. með því að endurgreiða virðisaukaskatt vegna framkvæmdanna.

 

Byggðarráð samþykkir að malbika götu frá Vesturbraut í átt að Fjósum u.þ.b. 50 m) til að afmarka götuna frá flutningabílastæði og bensíndælum. Einnig að taka þátt í endurnýjun eyju við bensíntanka ásamt veghaldara og lóðarhafa og malbika ,,vegstúta" við Brekkuhvamm, Miðbraut og Sunnubraut svo að unnt sé að merkja gangbrautir.

 

Bæjarhlið eru í samræmi við umferðaröryggisáætlun en útfærslu er vísað til nánari umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.


Byggðarráð hvetur til þess að malbikað verði undir bæjarhliðin og að helst verði gatan breikkuð á báðar hliðar.

 

3. Sögualdarsetur í Leifsbúð - 1702027

Sveitarstjóri gerir grein fyrir fundum með atvinnu- og nýsköpunarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

 

Til kynningar.

 

4. Skólavist utan lögheimilissveitarfélags - 1707015

Félagsþjónusta Dalabyggðar óskar eftir að Dalabyggð greiði fyrir skólagöngu skjólstæðings utan sveitarfélagins.

 

Byggðarráð samþykkir erindið.

 

5. Tilkynning um fasteignamat 2018 - 1707009

Í tilkynningu Þjóskrár sbr. bréf dags. 12. júlí kemur fram að heildarmat fasteinga í Dalabyggð fyrir árið 2018 hækkar um 11,3%. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8%.

 

Til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

 

 

 

 


 Til baka