Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Erindisbréf  - Öldungaráð Dalabyggðar og Reykhólahrepps


 

1. Skipan

Öldungaráð er skipað 6 fulltrúum.

Sveitarstjórn Dalabyggðar  og sveitarstjórn Reykhólahrepps skipa  hvor um sig 2 fulltrúa og 2 til vara.  Félag eldri borgara í Dalasýslu og Reykhólahreppi skipar 2 fulltrúa og 2 til vara.  Kjörgengir eru þeir sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu.   Skipunartími ráðsins er kjörtímabil sveitarstjórna.  Þeir sem sinna málefnum eldri borgara  eða félagsmálastjórar  eru tengiliðir sveitarfélaganna við öldungaráð og starfa með ráðinu og eru því til aðstoðar.

 

2. Starfsfyrirkomulag

Að afstöðnum sveitarstjórnarkosningum og kosningu í öldungaráð boðar sveitarstjóri  Dalabyggðar til 1. fundar ráðsins.   Ráðið kýs sér formann , varaformann og ritara á fyrsta fundi.  Formaður boðar fundi í samráði við  tengiliði eða félagsmálastjóra sveitarfélaganna.  Fundir skulu haldnir til skiptis í sveitarfélögunum.   Fundargerðir ráðsins skulu lagðar fram í  sveitarstjórn Dalabyggðar og Reykhólahrepps.   Fundir skulu haldnir eigi sjaldnar en tvisvar á ári í hvoru sveitarfélagi.

 

3. Ráðgjafahlutverk og samráð

Öldungaráðið er sveitarstjórnunum til ráðgjafar og  skulu þær hafa samráð við ráðið um málefni eldri borgara.

Öldungaráð getur komið ábendingum til sveitarstjórnanna um allt það sem betur kann að fara  er varðar málefni eldri borgara.

Sveitarstjórnirnar skulu kynna öldungaráðinu með góðum fyrirvara hugmyndir og tillögur sem varða aldraða s.s. hugmyndir um eða breytingu á gjaldskrám vegna  þjónustu við aldraða og hugmyndir um eða  breytingu á reglum um niðurfellingar eða afslætti  til eldri borgara.

Sveitarstjórnirnar skulu leita eftir umsögn öldungaráðs varðandi allt það  annað er varðar hagsmuni og aðstæður eldri  borgara. Hvor  sveitarstjórn fyrir sig  skal  halda fund með öldungaráði  að lágmarki  einu sinni á ári.

 

4. Starfsaðstaða

Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Reykhólahrepps skulu leggja öldungaráði til starfsaðstöðu.

 

Samþykkt á fundi  undirbúningshóps 19. október 2015

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 27 . október 2015

Samþykkt á fundi Reykhólahrepps 12. nóvember 2015