Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?

Laus störf í Dalabyggð og nágrenni


 

Allir þeir sem hafa í boði lögleg störf, innan þess svæðis að íbúar Dalabyggðar geti sótt þau, geta fengið atvinnuauglýsingar birtar hér endurgjaldslaust.

Sumarstarf hjá Arion banka í Búðardal

Arion banki leitar að metnaðarfullum sumarstarfsmanni í útibú bankans í Búðardal. Við viljum fá til liðs við okkur öflugan einstakling sem hefur áhuga á að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi hjá framsæknu fjármálafyrirtæki.

Menntun:

- Stúdentspróf er æskilegt.

Hæfniskröfur:

- Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar.

- Reynsla af þjónustustörfum er æskileg.

- Góð tölvukunnátta.

- Góðir námshæfileikar.

- Sjálfstæð vinnubrögð.

Við hvetjum áhugasama einstaklinga til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2019, sótt er um á vef Arion banka.

Nánari upplýsingar má nálgast hjá mannauðsráðgjöfum okkar á netfanginu sumarstorf@arionbanki.is.

Arionbanki - sumarstörf

Birt 15. mars 2019

Mælingar og endurvinnslustöð - sumarstarf

Dalabyggð auglýsir eftir starfsmanni til að sinna tveimur verkefnum í sumar. Annars vegar afgreiðslu og umsjón með endurvinnslustöð í orlofi starfsmanns og hins vegar hnitsetningu ljósleiðarastrengs fyrir Dalaveitur.

Hæfniskröfur

· Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri.

· Góð tölvukunnátta æskileg.

· Þarf að hafa bílpróf.

· Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.

· Góð færni í samskiptum, þjónustulund og jákvæðni.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri sveitarstjori @dalir.is.

Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið Dalir @dalir.is ekki síðar en 18. mars næstkomandi.

Birt 5. mars 2019 

Umsjónarmaður framkvæmda – afleysingastarf

Dalabyggð auglýsir eftir starfsmanni til að sinna umsjón með framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og fyrir Dalaveitur. Um er að ræða tímabundið starf frá apríl til júlí/ágúst.

Hæfniskröfur

· Iðnmenntun eða menntun í byggingarfræði er æskileg.

· Reynsla af framkvæmdum og umsjón með þeim.

· Góð tölvukunnátta æskileg.

· Þarf að hafa bílpróf.

· Góð færni í samskiptum, þjónustulund og jákvæðni.

· Þarf að geta hafið störf ekki síðar en í byrjun apríl

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri, netfang sveitarstjori @dalir.is.

Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið dalir @dalir.is ekki síðar en 18. mars næstkomandi.

Birt 5. mars 2019

Sælingsdalslaug – umsjónarmaður

Dalabyggð óskar eftir að ráða umsjónarmann með Sælingsdalslaug á Laugum.

Í starfinu felst viðvera á opnunartíma laugarinnar, skipulag vakta, eru öryggisgæsla, þjónusta við gesti staðarins, gæsla í búningsklefum, þrif á húsnæði og útisvæði, afgreiðslaog uppgjör.

Um er að ræða 50% starf.

Hæfniskröfur

· Kröfur eru gerðar til umsækjenda að þeir hafi góða sundkunnáttu og standist hæfnispróf sundstaða samkvæmt reglum um öryggi á sundstöðum.

· Reglusemi

· Sjálfstæð vinnubrögð

· Reynsla af störfum við sundlaugavörslu er kostur

· Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri

Umsækjendur þurfa að sækja námskeið fyrir sundlaugaverði áður en þeir geta hafið störf.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri sveitarstjori@dalir.is.

Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en 18. mars næstkomandi.

Birt 5. mars 2019

Sælingsdalslaug sundlaugaverðir – sumarstörf

Dalabyggð auglýsir störf sundlaugarvarða við sundlaugina á Laugum í sumar. Vaktavinna. Helstu verkefni eru öryggisgæsla, þjónusta við gesti staðarins, gæsla í búningsklefum, þrif á húsnæði og útisvæðiog afgreiðsla.

Hæfniskröfur

· Góð færni í samskiptum, þjónustulund og jákvæðni.

· Kröfur eru gerðar til umsækjenda að þeir hafi góða sundkunnáttu og standist hæfnispróf sundstaða samkvæmt reglum um öryggi á sundstöðum.

· Reglusemi

· Sjálfstæð vinnubrögð

· Reynsla af störfum við sundlaugavörslu er kostur.

· Umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri.

Umsækjendur þurfa að sækja námskeið fyrir sundlaugaverði áður en þeir geta hafið störf.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Upplýsingar um starfið veitir tómstundafulltrúi tomstund@dalir.is.

Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið dalir@dalir.is ekki síðar en 18. mars næstkomandi.

Birt 5. mars 2019

Skipulagsfulltrúi

Dalabyggð óskar eftir að ráða skipulagsfulltrúa til starfa. Auk Dalabyggðar sinnir skipulagsfulltrúi verkefnum vegna skipulagsmála fyrir Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp og Strandabyggð.

Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa nýtt starf á traustum grunni. Helstu verkefni eru samkvæmt lögum og samþykktum sveitarfélaganna hverju sinni á sviðum skipulagsmála, samgöngumála, umhverfismála og veitukerfa.

Starfssvið

• Yfirumsjón með skipulagsmálum á svæðinu

• Ábyrgð á að framfylgja stefnu sveitarfélaganna í málaflokkum sem undir hann heyra

• Framkvæmd skipulagsmála og ráðgjöf við m.a. íbúa, kjörna fulltrúa, hönnuði og verktaka um skipulagsmál

• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar

• Undirbúningur og eftirfylgni funda nefnda sveitarfélaganna varðandi skipulagsmál

• Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði skipulagsmála

• Önnur verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

• Menntun á sviði byggingarmála skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

• Þekking og reynsla á þeim málaflokkum sem falla undir sviðið

• Þekking og reynsla af stjórnun og áætlanagerð

• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg

• Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar

• Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs og samskiptahæfileikar

• Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Um er að ræða 100% starf.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk.

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, netfangið geirlaug@hagvangur.is

Birt 5. mars 2019 

Vegagerðin - vélamaður

Starf vélamanns hjá þjónustustöðinni á Búðardal er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða.

Starfssvið

  • Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega á starfssvæði Vegagerðarinnar í Búðardal
  • Ýmis vinna í starfsstöð

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Almennt grunnnám.
  • Almenn ökuréttindi og meirapróf bifreiðastjóra.
  • Vinnuvélaréttindi.
  • Reynsla af ámóta störfum æskileg
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
  • Góðir samstarfshæfileikar.
  • Gott vald á íslenskri tungu

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2019. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið starf @vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er.

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar  um starfið veitir Sæmundur Kristjánsson yfirverkstjóri í síma 522 1581.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Birt 4. mars 2019

Félagsþjónustan - liðveitandi

Félagsþjónusta Dalabyggðar auglýsir eftir liðveitanda. Við leitum að einstaklingi sem náð hefur 18 ára aldri.

Markmið liðveislu er að  efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, svo sem aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.

Um er að ræða hlutastarf og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Hrönn félagsráðgjafi í síma 433 7100 eða á netfanginu hronn.asgeirsdottir @borgarbyggd.is.

Birt 26. febrúar 2019

MS Búðardal – nám í mjólkuriðn

MS Búðardal óskar eftir áhugasömum aðila á námssamning sem nemi í mjólkuriðn. Nám í mjólkuriðn er þriggja ára iðnnám og fer bóklegur hluti þess fram í Danmörku.

Æskilegt er að viðkomandi aðili sé búsettur í Dalabyggð eða hafi áhuga á búsetu þar.

Viðkomandi aðili skuldbindir sig til að starfa hjá MS Búðardal að námi loknu.

Störf í mjólkuriðn henta báðum kynjum.

Allar nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson (netfang  ludvikh @ms.is) og Garðar Freyr Vilhjálmsson (netfang gardarv @ms.is).

Mjólkursamsalan leggur áherslu á fjölbreytta samsetningu starfsfólks hvort sem um er að ræða þjóðerni, kynferði, menntun, reynslu og aldur. Við ráðningar veljum við hæfustu einstaklingana í starfið með metnað, samvinnu, jákvæðni og ábyrgð að leiðarljósi

MS Búðardal framleiðir m.a. Dala-Feta og Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum.

Birt 26. febrúar 2019

MS Búðardal – starf í ostagerð

Vegna aukinna starfsemi óskum við eftir áhugasömum aðila til starfa í ostagerð. Um er að ræða ýmis störf við framleiðslu á Dalaostum sem unnin eru í samstarfshópi með metnað, samvinnu, jákvæðni og ábyrgð að leiðarljósi.

Æskilegt er að viðkomandi aðili sé búsettur í Dalabyggð eða hafi áhuga á búsetu þar.

Allar nánari upplýsingar veita Lúðvík Hermannsson (netfang ludvikh @ms.is) og Garðar Freyr Vilhjálmsson (netfang gardarv @ms.is).

MS Búðardal framleiðir m.a. Dala-Feta og Dalaosta – gott handbragð úr Dölunum. Ostagerðarmenning MS Búðardal byrjaði árið 1977.

Birt 26. febrúar 2019

Laus störf á Hótel Eddu Laugum

Hótel Edda Laugum óskar eftir að ráða kraftmikið og duglegt starfsfólk til almennra hótelstarfa sumarið 2019. Starfsreynsla æskileg.

Í boði eru fjölbreytt störf s.s í gestamóttöku, í veitingasal, þrif á herbergjum, í þvottahúsi og í eldhúsi.

Umsóknarfrestur er til 28. febrúar n.k.

Nánari upplýsingar gefur Dýrfinna Sigurjónsdóttir hótelstjóri í síma 868 6538.

Hótel Edda Laugum

Umsóknareyðublað

Birt 22. febrúar 2019