Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
5. febrúar 2010 15:33

Skrifað undir samning um félagsþjónustu

 

Skrifað var undir samning um félagsþjónustu og þjónustu í barnaverndarmálum við Borgarbyggð fyrir skömmu. Það voru sveitarstjórarnir Grímur Atlason og Páll S. Brynjarson sem handsöluðu hann í Búðardal.

 Samningurinn tryggir Dalamönnum betri þjónustu en hingað til hefur verið hægt að veita í sveitarfélaginu. Föst viðvera félagsráðgjafa verður 1. og 3. þriðjudag í hverjum mánuði. Auk þess verður hægt að leita beint eftir þjónustu þess fyrir utan á skrifstofutíma Borgarbyggðar. Nánar verður gert grein fyrir samningnum í næsta Dalapósti sem stefnt er að komi út fyrir 16. febrúar nk.  

Á heimasíðu Dalabyggðar er stefnt að því að setja reglur í tengslum við félagsþjónustu auk þess sem rafrænar umsóknir og fleiri skjöl verða þar vistuð.