Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
19. ágúst 2008 09:08

Minnisvarðar skáldanna þriggja afhjúpaðir

Laugardaginn 23. ágúst  verða afhjúpaðir minnisvarðar skáldanna þriggja, þeirra Stefáns frá Hvítadal, Steins Steinarrs og Sturla Þórðarsonar, að Tjarnarlundi í Saurbæ í Dalabyggð.
Steinn Steinarr ólst upp í Miklagarði, Stefán frá Hvítadal bjó sem ungur maður að Hvítadal og kenndi sig við bæinn en bjó síðustu tíu ár ævi sinnar að Bessatungu í Saurbæ.  
Sturla Þórðarson bjó um langan tíma að Staðarhóli og var jarðsettur þar.
Í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Steins Steinarrs og 75 ár liðin frá andláti Stefáns frá Hvítadal. 
Um gerð minnisvarðanna sá Jón Sigurpálsson listamaður.
Athöfnin hefst kl. 14.00. með afhjúpuninni og verður því næst farið inn í Tjarnarlund þar sem fram fer dagskrá tileinkuð skáldunum.
Kaffi og meðlæti.
Verkefnið er metnaðarfullt en kostnaðarsamt og er leitað eftir stuðningi og velvilja fyrirtækja og einstaklinga í þeim málum. Eru öll framlög vel þegin.
Ef vilji er fyrir að styrkja það þá er reikningur Sögufélags Dalamanna 312  13   300900