Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
13. desember 2019 08:53

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2020

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 12. desember fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og árin 2021 til 2023.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 eru gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B-hluta verði jákvæð um 21,6 milljónir króna og rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð um 37,7 milljónir kr. Heildareignir eru áætlaðar rúmur 1,4 milljarður kr. í árslok 2020, skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 659 milljónir kr. og eigið fé um 804 milljónir kr. Áætlað veltufé frá rekstri A-hluta er um 60 milljónir kr. eða 7,21% og samantekið fyrir A- og B-hluta 66,9 milljónir kr. eða um 6,3% af heildartekjum.

 

Áætlaðar fjárfestingar samtals að fjárhæð 112,7 milljónir kr. Um er að ræða framkvæmdir við grunn- og leikskóla, viðhalds fasteigna á Laugum, Vínlandssetur, fráveitu og Dalaveitur (lagning ljósleiðara) auk ýmissa minni verkefna vegna viðhalds eigna og undirbúning stærri framkvæmda (íþróttamannvirki).

 

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2020-2023

Greinagerð með fjárhagsáætlun 2020-2023