Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
20. nóvember 2019 11:21

Hugarflugsfundur um framtíð Byggðasafns Dalamanna

Um tíma hefur legið í loftinu að Byggðasafni Dalamanna þurfi að finna nýjan stað undir starfsemi sína.

 

Undirbúningur er hafinn í tengslum við það ferli og hefur menningarmálanefnd Dalabyggðar ákveðið að efna til opins hugarflugsfundar þar sem íbúar Dalabyggðar fá tækifæri til að koma viðhorfum sínum á framfæri á fyrirkomulagi Byggðasafnsins.

 

Fundurinn fer fram fimmtudaginn 28. nóvember kl. 18 til 19:30 í Auðarskóla. Fyrirkomulag fundar verður í formi hópavinnu.

 

Menningarmálanefnd hvetur alla til að leggja höfuðið í bleyti, koma á fundinn og leggja fram hugmyndir sínar varðandi framtíð safnsins. Starfsmenn sveitarfélagsins og fulltrúar í nefndum á vegum sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta enda skarast starfsemi Byggðasafnsins við málefni ýmissa annarra nefnda.

 

Vinsamlegast skráið ykkur til leiks á netfangið dalir@dalir.is í síðasta lagi þriðjudaginn 26. nóvember. Kaffi í boði á meðan á fundinum stendur.

 

Menningarmálanefnd Dalabyggðar