Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
8. mars 2019 17:31

Opnir fundir Grólindar

Landgræðslan boðar til kynninga- og samráðsfunda um verkefnið Grólind - mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands á Vesturlandi og Vestfjörðum frá 12. til 16. mars. Fundur verður í Dalabúð þriðjudaginn 12. mars kl. 20.

 

Á fundunum verður fjallað um aðferðarfræði verkefnisins m.a. ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu, kortlagningu beitilanda, könnun á beitaratferli sauðfjár og samstarf við landnotendur. Héraðsfulltrúar verða á svæðinu og halda stutt erindi um önnur verkefni.

 

Landgræðslan hvetur fólk til að mæta og taka virkan þátt í þróun verkefnisins.

 

Grólind