Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
15. ágúst 2018 15:29

Íslandsmeistarmótið í hrútadómum

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum verður haldið sunnudaginn 19. ágúst kl. 14 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Keppt er í flokki þaulreyndra hrútadómara og flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara.

 

Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Einnig er stórskemmtilegt happdrætti og eru líflömb í vinning. Kostar miðinn 500 kr. og geta þeir sem komast ekki á staðinn keypt sér miða í gegnum Facebook síðu Sauðfjársetursins eða hjá Ester í síma 693-3474. Vinningar í happdrættinu eru hrútur frá Ernu og Jóni á Broddanesi, hrútur frá Barböru og Viðari í Miðhúsum, hrútur frá Hafdísi og Matthíasi í Húsavík, gimbur frá Lilju og Guðbrandi á Bassastöðum og gimbur frá Indriða á Skjaldfönn.

 

Frítt er á allar sýningar Sauðfjársetursins á sunnudeginum. Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi tvær sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sveitafólk og sauðfé á Ströndum. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sérsýningarherbergi er sögusýningin Sumardvöl í sveit. Í haust verður opnuð ný sýning á Sauðfjársetrinu og tengist sú sýning 100 ára fullveldisafmæli þjóðarinnar og hefur yfirskriftina Strandir 1918.