Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
4. ágúst 2018 11:41

Ólafsdalshátíð

Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin laugardaginn 11. ágúst. Ókeypis aðgangur er á hátíðina en gestir hvattir til að kaupa miða í Ólafsdalshappdrættinu.

 

Dagskrá

Gönguferð að víkingaaldarskálanum í Ólafsdal og öðrum minjum. Leiðsögumaður: Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur. Mæting er kl. 10:45 og gangan hefst kl. 11.

 

Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst kl.12:00. Miðaverð er 500 kr.

 

Ólafsdalsmarkaður og sýningar í skólahúsinu hefjast kl. 12. Meðal annars á boðstólum lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti, Erpsstaðaís og kræklingur frá Nesskel. Fjölbreyttur matar- og handverksmarkaður. Fastasýning á fyrstu hæð er Ólafsdalsskólinn 1880-1907 og á annarri hæð er sýningin Konurnar í Ólafsdal, auk þess sem sýnt er fræðslumyndband um Ólafsdal.

 

Hátíðardagskrá hefst kl. 13. Ávörp flytja Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti Dalabyggðar og  Auður Axelsdóttir forstöðukona Hugarafls og afkomandi Torfa og Guðlaugar í Ólafsdal. Erindi flytja Bjarni Guðmundsson prófessor og fræðimaður á Hvanneyri um súrheysgerð Torfa í Ólafsdal og Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur um víkingaaldarminjar í Ólafsdal . Þá koma fram Snorri Helgason söngvari og lagahöfundur, Frímann (Gunnar Hansson leikari) og trúðurinn Willy frá Sirkus Íslands skemmtir börnum á öllum aldri. Kynnir verður Bjarni Guðmundsson.

 

Dregið verður í Ólafsdalshappdrættinu kl. 16:30.

 

Hestar verða teymdir undir börnum og kvenfélagið Assa verður með veitingar á sanngjörnu verði.

 

Rétt er að benda gestum á að netsamband er stopult í Ólafsdal og því ráðlagt að hafa með sér lausafé til að versla og taka þátt í happdrætti.

 

Ólafsdalshátíð 2018 - dagskrá

Ólafsdalsfélagið - heimasíða

Ólafsdalsfélagið - fb-síða