Stjórnsýsluhús Dalabyggðar,
    Miðbraut 11,
    370 Búðardal,
    kennitala: 510694-2019
    Sími: 430 4700

    dalir@dalir.is

Íbúagátt Endurvinnslukort

Spurningin

Hvað skoðar þú vef Dalabyggðar oft?
27. október 2017 11:32

Alþingiskosningar 2017

Kjörfundur í Dalabyggð vegna Alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017 fer fram á Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11 í Búðardal. Kjörfundur hefst klukkan 10:00 og verður slitið kl. 20:00.

 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar innanlands fer fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar er hægt að nálgast á vefsíðu sýslumanna.

 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis fer fram á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins.

 

Kjörskrá

Kjörskrá Dalabyggðar vegna Alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagins alla virka daga kl. 10-14. Einnig geta kjósendur séð hvar þeir eru á kjörskrá á kosningavef dómsmálaráðuneytisins.

 

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

 

Kjörskrá verður lögð fyrir fund sveitarstjórnar 24. október nk. til staðfestingar.